top of page

Viðfang var stofnað árið 1993.  Í byrjun var tilgangurinn að útvega vélar og búnað til að vinna úr því mikla magni rekaviðar sem borist hefur á strendur landsins undanfarna áratugi, en rekavið hefur rekið á strendur Íslands frá alda öðli og talinn mikil hlunnindi frá því að land byggðist. Jafnframt var markmiðið að svara aukinni eftirspurn eftir vélum og tækjum til að vinna úr skógarafurðum á Íslandi, sem smátt og smátt eru að verða mjög verðmæta-skapandi atvinnugrein. 

Fyrirtækið er umboðs- og söluaðili fyrir heimsþekkta og viðurkennda framleiðendur skógarvinnsluvéla m.a. frá Finnlandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Austurríki.

Skógrækt ríkisins, skógræktarfélög og skógarbændur víða um land eru helstu viðskiptavinir fyrirtækisins.

 

 

bottom of page